Ef þú ert farin að finna fyrir einkennum hormónabreytinga, komin á breytingaskeiðið eða langar einfaldlega að vita meira þá skaltu ekki láta þetta fram hjá þér fara.

Mars 2020

Femarelle Café
Pure Delí
Gerðarsafni

Femarelle Café var haldið í annað sinn á Pure Delí í Gerðarsafni u.þ.b. daginn fyrir samkomubann vegna Covid-19. Þrátt fyrir ástandið var fullt hús af frábærum konum á öllum aldri saman komnar og færri komust að en vildu. Boðið var upp á fræðslu tengda hormónabreytingum, breytingarskeiðinu og öðrum einkennum sem geta haft áhrif á konur, líkamlega, andlega og samfélagslega.

Að þessu sinni voru fyrirlesararnir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir, Áshildur Hlín markþjálfi og Sigga Dögg kynfræðingur með fræðandi og skemmtilega fyrirlestra. Mikill áhugi og ánægja var meðal gesta og voru allir leystir út með innihaldsríkri gjöf í lokin.

Næsta Femarelle Café er áætlað í haust 2020.

19. febrúar 2019

Femarelle Café
Pure Delí
Gerðarsafni

Að þessu sinni bjóðum við uppá eftirfarandi fyrirlestra:

  • Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknirmun fjalla um breytingaskeiðið og líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað.
  • Hrönn Hjálmarsdóttirverður með stutta fræðslu um hvernig mataræði og lífsstíll hefur áhrif á einkenni breytingaskeiðsin.
  • Sigga Dögg kynfræðingurtalar í lokin um andlegu hliðina sem skiptir ekki síður miklu máli og mun svo svara spurningum í lokin.

Boðið verður uppá kaffi og svo verður hægt að kaupa sér ljúffenga kókos karrý súpu og/eða avocado kjúklingavefja sem engin verður svikinn af.

Allir verða leystir út með skemmtilegri kveðjugjöf <3

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hjá [email protected].

ATH!  takmarkaður sætafjöldi.

Ef þú ert farin að finna fyrir einkennum hormónabreytinga, komin á breytingaskeiðið eða langar einfaldlega að vita meira þá skaltu ekki láta þetta fram hjá þér fara.