Lýsing
Nánar um Femarelle® Rejuvenate 40+
Femarelle® Rejuvenate er samsett úr einstakri blöndu efna sem inniheldur gerjaða soja afleiðu (DT56a), hörfræ, B2-vítamín og Biotin (B7-vítamín). Þessi efni eiga þátt í að stjórna hormónastarfsemi, slá á þreytu og slen, stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfis, styðja við geðheilsu og eðlilega brennslu líkamans.
Þessi efni leggja sitt af mörkum við að viðhalda eðlilegum efnaskiptum, eðlilegri starfsemi taugakerfis og heilbrigðri húð. Jafnframt stuðla þessi efni að eðlilegum hárvexti og geta átt þátt í að slá á þreytu og slen.
Femarelle ® er framleitt með sérstökum aðferðum og engum kemískum efnum er bætt við í framleiðsluferlinu. Þetta einstaka ferli eykur virkni virku efnanna sem finnast i Femarelle ® Rejuvenate. Auk þess fer efnið í gengum stífar og yfirgripsmiklar örveru-og lífefnafræðiprófanir á meðan á framleiðsluferlinu stendur svo notendur eru öruggir um að þeir eru að fá sömu virku efnin og fjöldi rannsókna byggir á.
Femarelle ® Rejuvenate inniheldur ekkert estrógen og er ekki ísóflavóníð þykkni. Sojaþykknið í DT56a inniheldur allar lífsnauðsynlegar amínósýrurnar.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.