Femarelle Café var haldið í annað sinn á Pure Delí í Gerðarsafni u.þ.b. daginn fyrir samkomubann vegna Covid-19. Þrátt fyrir ástandið var fullt hús af frábærum konum á öllum aldri saman komnar og færri komust að en vildu. Boðið var upp á fræðslu tengda hormónabreytingum, breytingarskeiðinu og öðrum einkennum sem geta haft áhrif á konur, líkamlega, andlega og samfélagslega.
Að þessu sinni voru fyrirlesararnir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir, Áshildur Hlín markþjálfi og Sigga Dögg kynfræðingur með fræðandi og skemmtilega fyrirlestra. Mikill áhugi og ánægja var meðal gesta og voru allir leystir út með innihaldsríkri gjöf í lokin.
Næsta Femarelle Café er áætlað í haust 2020.