Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir er 44 ára og býr í Þýskalandi ásamt manninum sínum, og yngsta barni og hundinum. Hin daglega rútína hjá henni byrjar snemma, en á hverjum morgni vaknar hún á milli klukkan 6 og 7 og finnst gott að eiga notalega og rólega morgunstund áður en haldið er út í amstur hversdagsleikans. Guðbjörg Þóra er almennt heilsuhraust og stundar hreyfingu daglega, bæði líkamsrækt og fer í göngutúra með hundinn. Fyrir nokkrum árum síðan eða þegar hún var um rétt rúmlega fertugt, byrjaði hún að finna fyrir einkennum sem hún síðan tengdi við breytingaskeiðið. „Mjög góð vinkona mín gekk í gegnum erfitt tímabil eitt sinn sem hafði mikil áhrif á hana en enginn vissi hvað var að hrjá hana, engum datt í hug að þetta gæti verið vegna hormónabreytinga. Það var ekki fyrr en eftir 1-2 ár af mikilli vanlíðan að henni var bent á að þetta gætu verið einkenni breytingaskeiðsins og í kjölfarið leitaði hún sér aðstoðar. Hún er allt önnur í dag og líður vel. Eftir þetta fór ég að lesa mig til um breytingaskeiðið og einkenni og hef síðan þá verið mjög vakandi fyrir þessu. Ég tengdi því strax við það þegar ég byrjaði að finna fyrir þessum breytingum á minni líðan. Það er ótrúlega skrítið hversu lítið maður veit um þetta, samt er maður með svo margar konur í kringum sig sem hafa gengið í gengum þetta tímabil“ segir Guðbjörg Þóra. Einkennin sem Guðbjörg Þóra fann mikið fyrir voru óeðlilegar blæðingar, mikið orkuleysi og þreyta, hárlos, tíðari skapsveiflur og þyngdaraukning þrátt fyrir að stunda mikla hreyfingu og engin breyting á mataræði.
„Þyngdin hefur staðið í stað, mikið munna um skapsveiflur og mun meira jafnvægi. Ég byrjaði að finna mun strax á öðrum mánuði eftir að ég byrjaði að taka Femarelle.“
Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir
„Þegar ég var á Íslandi síðasta sumar sá ég Femarelle auglýsingu í blaði og ákvað að prófa að taka Femarelle Rejuvenate eða bláa pakkann, sem er sérstaklega fyrir konur á mínum aldri. Ég keypti strax 3 pakka og tók þá með mér út en það var strax á öðrum mánuði sem ég byrjaði að finna mun, orkan var meiri og ég hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu. Þyngdin hefur staðið í stað, mikið minna um skapsveiflur og mun meira jafnvægi. Ég byrjaði að finna mun strax eftir á öðrum mánuði eftir að ég byrjaði að taka Femarelle“ segir Guðbjörg Þóra.